Fjárfestingar og framkvæmdir
Fjárfestingar og framkvæmdir á árinu 2017
Skipting fjárfestinga eftir hafnarsvæðum er eftirfarandi:
m.kr. | % | |
Gamla höfnin | 460,8 | 26,6% |
Sundahöfn | 957,0 | 55,3% |
Grundartangi | 250,9 | 14,5% |
Akranes | 44,9 | 2,6% |
Borgarnes | 0,0 | 0,0% |
Annað | 17,6 | 1,0% |
Alls: | 1.731,2 | 100,0% |
- Í Gömlu höfninni í Reykjavík var unnið að endurnýjun viðlegubakka við Norðurgarð og var það stærsta einstaka verkefnið í Gömlu höfninni. Unnið var að endurhönnun á hluta rafdreifikerfis hafnarinnar, unnið við endurnýjun hluta neðstu hæðar Bakkaskemmu, endurbætur gerðar á Grandagarði og bætt við göngubryggjur í Vesturbugt.
- Í Sundahöfn var áfram unnið að byggingu nýs viðlegubakka utan Klepps. Verkefnið er viðamesta verkefni hafnarinnar og lýkur væntanlega á árinu 2019. Þá var unnið að undirbúningi yfirborðsfrágangs í tengslum við nýjan bakka utan Klepps og skipulagsvinnu farmstöðvarinnar í Sundahöfn og á Kleppslandi. Nýr viðlegubakki utan Klepps er stórt verkefni, sem gert er ráð fyrir að þjóni hluta Sundahafnar til næstu áratuga með dýpi og aðstöðu fyrir stærri skip en hingað til hafa verið notuð í flutningum til og frá Íslandi. Með framkvæmdinni er búið í haginn fyrir framtíðarhlutverk Sundahafnar, sem megingátt vöruflutninga til og frá Íslandi næstu áratugi.
- Á Grundartanga var unnið við nýjan kantbita Tangabakka, hækkun þekju og baklands. Gengið var frá einni lóð og henni úthlutað i samræmi við samkomulag Faxaflóahafna og Eimskipa.
- Á Akranesi hófst undirbúningur að endurnýjun og lengingu fremsta hluta Aðalhafnargarðs. Meginþungi framkvæmda verður hins vegar árið 2019.
- Við Sævarhöfða var hafist handa við landgerð á grundvelli samkomulags Faxaflóahafna sf. og Björgunar ehf., en Faxaflóahafnir hafa nú selt landið við Sævarhöfða til Reykjavíkurborgar. Eftir sem áður munu Faxaflóahafnir ljúka áður umsömdum landgerðaráföngum á árinu 2019. Með þeirri landgerð sem hafin er í Sævarhöfða og þeim áföngum sem síðar verður farið í er ljóst að sú hafnaraðstaða sem þar hefur verið nýtt er að lokast