Almennar upplýsingar um fyrirtækið

Faxaflóahafnir er sameignarfyrirtæki sem stofnað var árið 2004. Fyrirtækið er í eigu Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Borgarbyggðar auk Skorradalshrepps. Fyrirtækið tók til starfa á árinu 2005 við sameiningu hafnanna í Reykjavík, Akranesi, Grundartanga og Borgarnesi.

Rekstur fyrirtækisins felst í rekstri hafnarþjónustu, hafnarvirkja, lands og lóða auk húseigna. Hafnarþjónustan rekur dráttarbáta, vita og sæmerki, hafnarvogir, hafnsöguþjónustu, festarþjónustu auk sölu á raforku og vatni til skipa. Rekstur hafnarvirkja felst í nýbyggingum, viðhaldi og umhirðu á hafnarmannvirkjum. Rekstur lands og lóða felst í gatna- og lóðagerð á hafnarsvæðum auk viðhalds og umhirðu gatna og opinna svæða. Í gegnum tíðina hefur verið unnið að landfyllingum í Reykjavík sem hafa skapað aukið landrými á athafnasvæði fyrirtækisins. Til þessara landfyllinga hefur verið nýtt það jarðefni sem fellur til við framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Landfyllingar hafa einnig átt sér stað á Grundartanga og má ætla að umfang þeirra muni vaxa á komandi árum. Rekstur húseigna felst í útleigu, viðhaldi og umhirðu húseigna í eigu fyrirtækisins. Til viðbótar er rekið áhaldahús sem auk þess annast rekstur bifreiða í eigu fyrirtækisins.

Í töflu 1 eru teknar saman almennar upplýsingar um fyrirtækið fyrir árin 2016 og 2017. Farþegaskipum fjölgaði og gámaflutningar jukust á milli ára.

Tafla 1. Almennar upplýsingar um Faxaflóahafnir árin 2016 og 2017

2016 2017
Starfsmenn Faxaflóahafna ársverk 77 77
Bifreiðar í eigu Faxaflóahafna fjöldi 22 23
Bátar í eigu Faxaflóahafna fjöldi 4 4
Flatarmál hafnarlands og lengd viðlegukanta
Gamla höfnin ha / m 62 / 3.370 62 / 3.370
Sundahöfn ha / m 166 / 2.551 166 / 2.849
Ártúnshöfði, Eiðsvík og Gufunes ha / m 8 / 102 8 / 102
Grundartangi ha / m 654 / 760 655 / 760
Akranes ha / m – / 1.176 – / 1.176
Borgarnes ha / m – / 61 – / 61
Hafnarland og viðlegukantar alls ha / m 890 / 8.320 891 / 8.318
Lóðir í eigu Faxaflóahafna ha 329 331
Húsnæði Faxaflóahafna, til eigin nota
Skrifstofuhúsnæði Tryggvagötu, 1.672 1.672
í notkun Faxaflóahafna
Skrifstofuhúsnæði Tryggvagötu, í leigu 4.127 4.127
Bækistöð, Gamla höfnin 1.243 1.243
Vigtarhús, Gamla höfnin 93 93
Vigtarhús, Akranes 32 32
Hafnarhúsið Akranesi 211 211
Þjónustuhús Skarfabakka 360 360
Húsnæði alls 7.738 7.738
Skipakomur (yfir 100 tonn)
Skemmtiferðaskip og fjöldi farþegar fjöldi 114 / 98.676 135 / 128.275
Önnur skip fjöldi 1.388 1.381
Flutningar tonn / TEU 3.700.717 / 308.066 3.849.581 / 350.348