Almennur úrgangur og spilliefni

Faxaflóahafnir sjá um að safna úrgangi sem myndast í eigin starfsemi og sem myndast á hafnarsvæðum hjá einstaklingum og í starfsemi annarra fyrirtækja. Frá umhverfislegu sjónarmiði er mikilvægt að draga úr myndun almenns úrgangs og spilliefna, auka endurvinnslu þess úrgangs sem til fellur og sjá til þess að spilliefnum sé fargað á ábyrgan hátt. Faxaflóahafnir hafa jákvæð umhverfisáhrif með því að bjóða upp á tanka fyrir úrgangsolíu og standa fyrir hreinsunarátaksverkefnum á hafnarsvæðinu. Þessar aðgerðir hafa þó í för með sér að magn úrgangs sem skrifast á Faxaflóahafnir eykst.

Almennur úrgangur – frá skrifstofuhúsnæði í Tryggvagötu.
Í skrifstofuhúsnæði Faxaflóahafna í Tryggvagötu starfa aðilar með mismunandi starfsemi, m.a. Listasafn Reykjavíkur. Í töflu 9 og á mynd 7 má sjá myndun úrgangs fyrir alla aðila í húsinu árin 2013 til 2017. Erfitt er að áætla út frá þessum tölum magn úrgangs frá skrifstofu Faxaflóahafna, þar sem magn úrgangs er ekki sérstaklega viktað fyrir þá starfsemi.

Í húsnæðinu er úrgangur flokkaður í fimm úrgangsflokka, þ.e. pappír, bylgjupappa, plast, lífrænt efni og blandaðan úrgang. Blandaður úrgangur fer í urðun en annar úrgangur er endurunninn. Alls mynduðust rúmlega 11.500 kg af úrgangi árið 2017 sem er lækkun um 24% milli ára. Úrgangur til endurvinnslu var 36% heildarúrgangs og úrgangur til förgunar var 64%. Á árinu 2017 voru úrgangsmál Faxaflóahafna endurskoðuð og skilið á milli eigin starfsemi og þess úrgangs sem safnað er frá öðrum. Einnig var flokkun úrgangs aukin á öllum starfsstöðvum fyrirtækisins. Þessar breytingar verða ekki sýnilegar í grænu bókhaldi fyrr en árið 2018.

Tafla 9. Almennur úrgangur frá skrifstofuhúsnæði í Tryggvagötu árin 2016 og 2017

2016 2017
Úrgangstegundir Meðhöndlun kg kg
Blandaður pappír Endurvinnsla 4.050 2.970
Bylgjupappi Endurvinnsla 1.566 1.010
Lífrænt efni Endurvinnsla 72
Plast Endurvinnsla 50
Blandaður úrgangur Förgun 9.552 7.441
Úrgangur alls 15.168 11.543
Meðhöndlun kg % kg %
Úrgangur til förgunar 9.552 63 7.441 64
Úrgangur til endurvinnslu 5.616 37 4.102 36

 

Mynd 7. Almennur úrgangur allra aðila í skrifstofuhúsnæði í Tryggvagötu árin 2013 til 2017

Almennur úrgangur – þjónusta við smábátaeigendur
Faxaflóahafnir sjá um að safna saman úrgangi sem myndast hjá einstaklingum og fyrirtækjum á hafnarsvæði fyrirtækisins sbr. mynd 8 og töflu 10. Heildarmagn úrgangs frá Reykjavík, Grundartanga og Akranesi minnkaði um 17% milli áranna 2016 og 2017. Eins og áður féll mestur úrgangur til á hafnarsvæðum í Reykjavík (81%).

Tafla 10. Úrgangur sem safnað var saman fyrir hafnarsvæðin árin 2016 og 2017

Reykjavík Grundartangi Akranes Samtals
2016 2017 2016 2017 2016 2017 2016 2017
Úrgangstegundir Meðhöndlun kg kg kg kg kg kg kg kg
Blandaður pappír Förgun 16.266 17.844 13.620 14.360 8.070 16.020 37.956 48.224
Bylgjupappi Endurvinnsla 8.040 8.180 0 0 0 30 8.040 8.210
Grófur úrgangur Förgun 54.630 49.900 1.180 2.400 7.580 1.920 63.390 54.220
Hjólbarðar Endurvinnsla 65.445 33.020 0 0 0 0 65.445 33.020
Málmar Endurvinnsla 26.240 16.570 1.150 0 310 690 27.700 17.260
Blandaðar plastumbúðir 50 0 80 130
Timbur Endurvinnsla 8.250 21.920 0 0 0 0 8.250 21.920
Timbur, litað og blandað Endurvinnsla 17.450 8.750 1.780 0 0 0 19.230 8.750
Garðaúrgangur Endurvinnsla 1.800 0 0 0 0 0 1.800 0
Úrgangur alls 198.121 156.234 17.730 16.760 15.960 18.740 231.811 191.734
Meðhöndlun % % % % % % % %
Úrgangur til förgunar 36 43 83 100 98 96 44 53
Úrgangur til endurvinnslu 64 57 17 0 2 4 56 47


Mynd 8. Úrgangur sem safnað var saman fyrir hafnarsvæði árin 2013 til 2017

Úrgangur – móttekinn og nýttur hjá Faxaflóahöfnum
Ýmsar tegundir efna sem teljast til úrgangstegunda hjá einum aðila eru fyrirmyndar hráefni hjá öðrum. Dæmi um þetta eru slitnir hjólbarðar og fyllingarefni og jarðvegur frá framkvæmdum. Faxaflóahafnir taka á móti töluverðu magni af hjólbörðum á hverju ári sem notaðir eru í þybbur á bryggjur.

Faxaflóahafnir hafa á undanförnum árum tekið á móti töluverðu magni af fyllingarefnum og jarðvegi frá framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu og á Grundartanga og nýtt sem fyllingarefni, m.a. í hafnarframkvæmdir, sbr. tafla 11.

Tafla 11: Úrgangstegundir og magn sem nýtast sem hráefni hjá Faxaflóahöfnum árin 2016 og 2017

2016 2017 Breyting
Úrgangstegundir Meðhöndlun Magn Magn
Hjólbarðar Endurvinnsla (þybbur) 1.892 stk 482 stk
Fyllingarefni og jarðvegur frá framkvæmdum Endurvinnsla (fyllingarefni) 16.200 m3 60.000 m3 270%
Efni í flæðigryfjur frá stjóriðju Endurvinnsla (fyllingarefni) 19.500 m3 17.500 m3 -10%

Úrgangur – frá skipum
Faxaflóahöfnum ber skylda til að útvega móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum og tryggja að meðhöndlun úrgangs í móttökustöð sé í samræmi við kröfur í lögum og reglugerðum. Auk þess eiga Faxaflóahafnir að halda utan um magn þess úrgangs frá skipum sem nýta hafnaraðstöðu þeirra. Utanaðkomandi verktakar, eða Faxaflóahafnir sjá um losun sem útgerð greiðir fyrir. Í töflu 12 má sjá heildaryfirlit yfir úrgang og spilliefni frá skipum sem fluttur var frá borði á mismunandi hafnarsvæðum. Um 90% úrgangsins kemur í land á hafnarsvæðum Reykjavíkur.

Tafla 12. Úrgangur og spilliefni frá skipum, fluttur frá borði árið 2017

Reykjavík Grundartangi Akranes Samtals
2017 2017 2017 2017
Úrgangstegundir Meðhöndlun m3 m3 m3 m3
Blandaður úrgangur Förgun 4.443 250 353 5.046
Matarúrgangur Förgun 500 11 1 512
Plast Endurvinnsla 667 25 2 694
Spilliefni 14 0 0 14
Kjölvatn 448 0 0 448
Úrgangsolía og olíumengaður sjór 1.605 29 0 1.634
Alls 7.677 315 356 8.348

Spilliefni
Faxaflóahafnir bjóða upp á aðstöðu fyrir viðskiptavini hafnanna til þess að skila inn spilliefnum og hafa þannig jákvæð áhrif á umhverfið. Faxaflóahafnir hafa bætt aðstöðu fyrir móttöku úrgangsolíu og spilliefna á Akranesi og á Grundartanga. Brýnt er fyrir eigendum smábáta að ganga vel um aðstöðuna og flokka öll spilliefni á viðeigandi staði.

Í töflu 13 og mynd 9 má sjá magn úrgangsolíu og annarra spilliefna sem safnaðist á hafnarsvæðinu árið 2017.

Tafla 13. Úrgangsolía og önnur spilliefni safnað saman á hafnarsvæði árin 2016 og 2017

2016 2017 2016 2017
Úrgangsolía [L] Úrgangsolía [L] Önnur spilliefni [kg] Önnur spilliefni [kg]
Reykjavíkurhöfn 8.289 5.580 1.204 1.909
Akraneshöfn 0 1.100 60 780
Grundartangahöfn,spilliefni 0 0 0 250
Spilliefni alls 8.289 6.680 1.264 2.939

 

Mynd 9. Spilliefni frá hafnarsvæðum árin 2013 til 2017