Eldsneytisnotkun og losun útblástursefna frá skipum
Notkun eldsneytis (skipaolíu, dísil og bensín) tengist rekstri ökutækja og báta. Skipaolía er notuð á báta í eigu Faxaflóahafna en dísilolía og bensín á bifreiðar og vélar. Jarðefnaeldsneyti er óendurnýjanleg auðlind og brennsla eldsneytis veldur losun mengandi efna til umhverfisins, m.a. gróðurhúsalofttegunda. Frá umhverfislegu sjónarmiði er mikilvægt að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis, bæði með því að velja sparneytnari skipavélar og bifreiðar og huga að því hvort hægt sé að velja vélar og tæki sem nota endurnýjanlega orkugjafa
Faxaflóahafnir hafa gert samstarfssamning við Skógrækt ríkisins um að ræktaður verði skógur á jörðinni Klafastöðum í Hvalfjarðarsveit, sem er í eign Faxaflóahafna. Áætlað er að planta í kringum 1-3 ha á ári til að kolefnisbinda útblástur gróðurhúsalofttegunda frá eigin starfsemi.
Hjá Faxaflóahöfnum eru notaðar þrjár eldsneytistegundir (skipaolía, dísilolía (ólituð og lituð) og bensín). Notkun eldsneytis er aðallega á fjóra báta í eigu Faxaflóahafna. Notkun skipaolíu dróst saman milli áranna 2016 og 2017. Bensín og dísilolía sem notuð eru á 23 ökutæki dróst einnig saman. Alls var bifreiðum Faxaflóahafna ekið um 325 þúsund km á árinu 2017 sem er mjög svipað og á árinu á undan. Unnið hefur verið að endurnýjun bílaflotans með sparneytnari bílum og eru núna þrír rafbílar í notkun hjá Faxaflóahöfnum. Alls varð því 3% samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri bifreiða milli ára.
Tafla 6 og mynd 5 sýna eldsneytisnotkun og útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu eldsneytis árin 2013 til 2017. Gróflega má áætla að tæplega 20% af losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi Faxaflóahafna megi rekja til reksturs bifreiða og rúmlega 80% til reksturs báta.
Árið 2017 var heildarlosun gróðurhúsalofttegunda um 535 tonn CO2-ígildi sem er lækkun um 3% milli ára. Til að kolefnisjafna þessa losun þyrfti að gróðursetja 5.350 tré miðað við að það taki gróður 60 ár að binda 300 tonn CO2/ha (www.kolvidur.is)
Tafla 6. Eldsneytisnotkun og útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu eldsneytis árin 2016 og 2017
2016 | 2017 | 2016 | 2017 | Breyting | |
L | L | kg CO2 ígildi | kg CO2 ígildi | ||
Heildarnotkun skipaolía | 169.376 | 164.518 | 453.420 | 440.415 | -3% |
Heildarnotkun dísil (lituð og ólituð) | 31.380 | 30.610 | 84.440 | 82.368 | -2% |
Heildarnotkun bensín | 4.888 | 5.081 | 11.369 | 11.818 | -4% |
Alls | 549.229 | 534.602 | -3% | ||
Meðaltalseyðsla skipaolíu pr. vélatíma aðalvélar | 79,0 | 79,0 | |||
Meðaltalseyðsla dísil pr. 100 km | 11,8 | 11,3 | |||
Meðaltalseyðsla bensín pr. 100 km | 7,9 | 7,8 | |||
Kolefnisbinding: fjöldi trjáa stk. | – | – | 5.490 | 5.350 |
Mynd 5. Útstreymi gróðurhúsalofttegunda (kg CO2 ígildi) vegna brennslu eldsneytis árin 2013 til 2017
Árið 2016 hófu Faxaflóahafnir að fylgjast með losun útblásturs frá skipum á hafnarsvæði fyrirtækisins. Sænska umhverfisráðgjafafyrirtækið IVL sér um magnútreikninga útblásturs- efnanna út frá fjölda og tegunda skipa. Mat er lagt á magn gróðurhúsalofttegundanna, kolefnistvíoxíð (CO2), metan (CH4), niturtvíoxíð (NO2), nituroxíð (NOx) og vetnishalókolefni (HC). Auk þessa er mat lagt á magn svifryks (PM10 og PM2,5) og brennisteinstvíoxíðs (SO2). Með þessum upplýsingum geta Faxaflóahafnir fylgst með losun útblástursefna frá skipum og lagt mat á hversu mikið landtengingar skipa geta dregið úr þessari losun á hafnarsvæðum Faxaflóahafna. Mestur fjöldi skipa (90%) hefur viðkomu á hafnarsvæði gömlu hafnarinnar með tilheyrandi losun mengunarefna. Í töflu 7 má sjá losun útblástursefna frá skipum á hafnarsvæði Faxaflóahafna árin 2016 og 2017.
Tafla 7. Losun útblástursefna frá skipum á hafnarsvæði Faxaflóahafna árin 2016 og 2017.
2016 | CO2 | CH4 | N2O | NOx | HC | PM10 | PM2,5 | SO2 | Fjöldi skipa |
tonn | kg | kg | kg | kg | kg | kg | kg | ||
Akraneshöfn | 2.090 | 27 | 86 | 28.800 | 1.370 | 680 | 578 | 1.130 | 36 |
Grundartangahöfn | 4.150 | 54 | 169 | 67.100 | 2.710 | 2.430 | 2.060 | 9.880 | 129 |
Gamla höfnin | 10.300 | 126 | 405 | 144.000 | 6.220 | 3.390 | 2.880 | 8.790 | 6.395 |
Sundahöfn | 21.200 | 256 | 848 | 326.000 | 12.800 | 10.800 | 9.190 | 50.700 | 548 |
Heildarlosun | 37.740 | 463 | 1.508 | 565.900 | 23.100 | 17.300 | 14.708 | 70.500 | 7.108 |
2017 | CO2 | CH4 | N2O | NOx | HC | PM10 | PM2,5 | SO2 | Fjöldi skipa |
tonn | kg | kg | kg | kg | kg | kg | kg | ||
Akraneshöfn | 2.630 | 33 | 104 | 28.200 | 1.630 | 811 | 690 | 821 | 44 |
Grundartangahöfn | 5.260 | 68 | 212 | 79.300 | 3.380 | 2.780 | 2.360 | 11.000 | 138 |
Gamla höfnin | 9.930 | 140 | 390 | 136.000 | 5.970 | 3.350 | 2.850 | 9.820 | 6.026 |
Sundahöfn | 25.600 | 304 | 1.020 | 389.000 | 15.100 | 12.300 | 11.300 | 67.400 | 683 |
Heildarlosun | 43.420 | 545 | 1.726 | 632.500 | 26.080 | 20.241 | 17.200 | 89.041 | 6.891 |