Afkoma ársins
Afkoma ársins 2017
Afkoma ársins 2017 var viðunandi og reyndar betri en fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir. Rekstrartekjur Faxaflóahafna árið 2017 voru 3.692,1 mkr. sem 8,2% hækkun reglulegra tekna á milli áranna 2016 og 2017. Hækkunin á milli ára nemur 282,6 mkr. Þeir megintekjuliðir ársins sem eru yfir því sem áætlað var eru vörugjöld þ.m.t. tekjur vegna siglingaverndar, skipagjöld og hafnarþjónusta.
Rekstrargjöld Faxaflóahafna árið 2017 voru 3.095,1 mkr. og hækka að krónutölu á milli ára um 389,9 mkr. eða um 14,4%. Ef ekki hefði komið til framlag til lífeyrissjóða að fjárhæð 322,3 mkr. hefði hækkun rekstrargjalda á milli ára verið óveruleg.
Heildareignir 2017 námu 14,9 Ma.kr. þar af námu fastafjármunir 12,9 Ma.kr. og veltufjármunir 2,0 Ma.kr.
Heildarskuldir voru 1,5 Ma.kr. en þar af voru langtímaskuldir alls 715,0 mkr. Handbært fé frá rekstri í lok árs 2017 var 1,6 Ma.kr. og í samræmi við það sem ráð var fyrir gert. Handbært fé í árslok nam 1,4 Ma.kr. Fjárfestingar voru í heildina 1,7 Ma.kr.