Pappírsnotkun

Faxaflóahafnir nota eingöngu umhverfisvænan skrifstofupappír. Þó svo að pappírinn sjálfur sé endurnýjanleg auðlind er mikilvægt að minnka notkunina þar sem alltaf eru notaðar einhverjar óendurnýjanlegar auðlindir og orka við framleiðslu, flutning og endurvinnslu pappírsins.

Haldið er utan um notkun á A4 skrifstofupappír. Árið 2017 voru notuð um 100 þúsund A4 blöð á skrifstofunni í Tryggvagötu, sbr. töflu 8. Þetta magn samsvarar til um 500 kg af pappír eða 6,5 kg á starfsmann (miðað við heildarfjölda starfsmanna Faxaflóahafna), sem er aukning um 11% miðað við árið 2016 (mynd 6).

Tafla 8. Notkun skrifstofupappírs (A4 blöð) árin 2016 og 2017

2016 2017 2016 2017 2016 2017 Breyting
Fjöldi Fjöldi kg kg kg/starfsmann kg/starfsmann
Skrifstofupappír 90.000 100.000 450 500 5,8 6,5 12%

Mynd 6. Notkun skrifstofupappírs árin 2013 til 2017