Heitt og kalt vatn – Notkun og sala
Faxaflóahafnir sjá um sölu á heitu og köldu vatni til skipa og báta auk þess að nýta það í eigin byggingum. Frá umhverfislegu sjónarmiði er æskilegt að draga úr óþarfa notkun á heitu og köldu vatni. Því er mikilvægt að nýta sem best þá orku sem fer til upphitunar húsnæðis og fylgjast með notkun á köldu vatni, bæði í húsnæði Faxaflóahafna og við sölu til skipa og báta. Með því að fylgjast með innkeyptu magni af vatni og notkun er hægt að fylgjast með vatnslekum sem geta átt sér stað frá lögnum.
Notkun á heitu vatni
Heildar notkun á heitu vatni í húsnæði Faxaflóhafna lækkaði um 24% milli áranna 2016 og 2017. Notkun á heitu vatni í húsnæði Faxaflóahafna í Tryggvagötu er áætlað út frá fermetrafjölda. Tafla 3 og mynd 2 sýna heitavatnsnotkun í húsnæði Faxaflóahafna, bæði í rúmmetrum og í rúmmetrum á hvern rúmmetra húsnæðis.
Heildarnotkun á heitu vatni dróst saman í skrifstofuhúsnæðinu í Tryggvagötu vegna minni starfsemi í húsinu, bækistöðinni við gömlu höfnina og í vigtarhúsinu á Akranesi. Hins vegar jókst notkunin í vigtarhúsinu við gömlu höfnina og í hafnarhúsinu á Akranesi. Notkunin á öllum þessum stöðum er mjög háð þeirri starfsemi sem þar fer fram hverju sinni. Þess ber að geta að heitt vatn sem notað er í vigtarhúsi í gömlu höfninni í Reykjavík fer að talsverðu leyti til snjóbræðslu umhverfis húsið.
Tafla 3. Heitavatnsnotkun í húsnæði Faxaflóahafna árin 2016 og 2017
2016 | 2017 | ||
m3 | m3 | Breyting | |
Heitavatnsnotkun í húsnæði Faxaflóahafna: | |||
Skrifstofuhúsnæði í Tryggvagötu, leigjendur og skrifstofa Faxaflóahafna | 23.271 | 15.508 | -33% |
Skrifstofuhúsnæði í Tryggvagötu, húsnæði í notkun Faxaflóahafna* | 6.710 | 4.471 | -33% |
Bækistöð, gamla höfnin | 7.961 | 6.637 | -17% |
Vigtarhús, gamla höfnin | 1.239 | 2.372 | 91% |
Vigtarhús, Akranes | 150 | 65 | -57% |
Hafnarhúsið Akranesi | 679 | 730 | 8% |
*áætluð notkun
Mynd 2. Heitavatnsnotkun í húsnæði sem nýtt er af Faxaflóahöfnum árin 2013 til 2017
Notkun á köldu vatni
Faxaflóhafnir selja kalt vatn til báta, skipa og fyrirtækja auk þess að nota það í starfsemi sinni. Nokkuð er um óútskýrða notkun sem tengist að mestu leyti nauðsynlegu sírennsli á vatnslögnum yfir vetrartímann í eldri lögnum í gömlu höfninni í Reykjavík og á Akranesi til þess að koma í veg fyrir frostskemmdir á lagnakerfinu. Einnig er mikil vatnsnotkun við löndunarbakka smábáta sem ekki er tekjufærð. Reynt er að draga úr þessari vatnsnotkun með úrbótaverkefnum, sem hefur leitt til betri nýtingar og dregið úr óútskýrðri notkun.
Tafla 5 sýnir innkaup, sölu og útskýrða notkun á köldu vatni hjá Faxaflóahöfnum. Með útskýrðri notkun er átt við það hlutfall af innkeyptu magni sem er annaðhvort selt í skip og báta eða notað í húsnæði Faxaflóahafna. Með því að fylgjast með innkeyptu magni af vatni og notkun er hægt að fylgjast með hvort vatnsleki eigi sér stað frá lögnum.
Innkaup á köldu vatni á bryggjum dróst saman um 10% milli ára samanber töflu 5 og mynd 3. Hlutfall af seldu vatni var um 45% af innkeyptu magni vatns árið 2017, sem er umtalsverð aukning frá árunum á undan. Unnið hefur verið að því að draga úr vatnsnotkun á löndunarbryggjunni á Akranesi og auka eftrilit m.a. með uppsetningu fjarmælis.
Á vatnsveitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur hefur meðalnotkunin á köldu vatni á íbúa verið um 80 m3 á ári í nokkur ár, sem þýðir að óútskýrður hluti vatns árið 2017 var á við árlega kaldavatnsnotkun um 1.400 íbúa.
Tafla 4. Innkaup, sala og útskýrð kaldavatnsnotkun árin 2016 og 2017
2016 | 2017 | Breyting | |
m3 | m3 | ||
Kalt vatn, innkaup fyrir bryggjur | 223.859 | 201.433 | -10% |
Kalt vatn, sala í skip og báta | 89.665 | 77.819 | 12% |
Kalt vatn, sala til fyrirtækja | 11.846 | ||
Hlutfall af seldu vatni | 36% | 45% |
Mynd 3. Innkaup og sala á köldu vatni árin 2013 til 2017
Tafla 5 sýnir kaldavatnsnotkun í húsnæði Faxaflóahafna, þ.e. heildarnotkun í skrifstofuhúsnæði í Tryggvagötu (skrifstofa Faxaflóahafna og leigjendur), áætlaða notkun fyrir skrifstofu Faxaflóahafna í Tryggvagötu og mælda notkun í hafnarhúsinu á Akranesi og í bækistöð við gömlu höfnina.
Heildarnotkun á köldu vatni dróst saman um 78% í húsnæði Faxaflóahafna milli áranna 2016 og 2017, sbr. mynd 4. Vatnsnotkun í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu skýrist af minni starfsemi í húsinu.
Tafla 5. Kaldavatnsnotkun í húsnæði Faxaflóahafna árin 2016 og 2017
2016 | 2017 | Breyting | 2016 | 2017 | |
m3 | m3 | m3/m2 | m3/m2 | ||
Kaldavatnsnotkun í húsnæði Faxaflóahafna: | |||||
Skrifstofuhúsnæði í Tryggvagötu,leigjendur og skrifstofa Faxaflóahafna | 2.802 | 618 | -78% | 0,5 | 0,1 |
Skrifstofuhúsnæði í Tryggvagötu, húsnæði í notkun Faxaflóahafna* | 808 | 178 | -78% | 0,5 | 0,1 |
Hafnarhúsið Akranesi | 45 | 36 | -33% | 0,2 | 0,2 |
Bækistöð, gamla höfnin | 343 | 230 | -20% | 0,3 | 0,2 |
*áætluð notkun
Mynd 4. Kaldavatnsnotkun í húsnæði sem nýtt er af Faxaflóahöfnum árin 2013 til 2017