Ársskýrsla Faxaflóahafna 2017

100 ára afmæli Reykjavíkurhafnar

Lítil skel

Lítil skel
á litlu hafi.
Þú heldur kannski, að pollurinn þinn sé hafið,
þú heldur kannski, að allar bárur brotni
við strönd lítilla sæva,
að þegar lítil skel sekkur í lítið djúp
með allri áhöfn – sex malarsteinum –
sé ekki til annað haf
hafið mikla
haf dauðans.
Og faðir þinn kyssir þig, er hann fer til skips,
og tekur ekki af baki sér svartan sjómannspokann.
Eilífðarhafið
er kannski
lítill pollur.
Einn dag segir dauðinn við lífið:
Ó, ljá mér skel þína, bróðir.

Jón úr Vör
F. 21. janúar 1917 – D. 4. mars 2000